Nú eru bara sex dagar í brottför. Allir orðnir spenntir en líka svolítið kvíðnir enda ekki nema von miklar breytingar framundan. Heimasíðan mín er komin upp með reyndar bara link á þetta blogg, en ég mun bæta við myndum fljótlega og þegar ég kem heim frá Danmörku þá ættu heimasíðumál að batna verulega.

Ýmislegt framundan um helgina: Útskriftarveisla hjá Hjölla bróður, Stefán Agnar sonur hans er orðinn rafvirki. Hvað gefur maður slíkum einstaklingi?
Svo erum við boðin í mat hjá pabba á sunnudag. Ég ætla að reyna að skella mér í sund með börnin og kannski eitthvað flakk. Kannski í heimsókn... ef einhver vill fá okkur í heimsókn þá er síminn 895 0313 og 895 0312.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur